hugsanir

hugsanir mínar

laugardagur, maí 22, 2004

Jæja þá er þessi fíni laugardagur bara búinn:)

Við Dóri vöknuðum um níu leytið:)og ég leit út um gluggann,þar sem við ætluðum í fjölskyldugarðinn í dag:)Og ojjjjjj rigning rok og þoka burrrr:)
En allavega drösluðumst nú út um eittleytið he he:)og fórum og náðum í hina 2 molana mína:)
Fórum svo í garðinn:)börnin í pollagöllum en við bara á flís og úlpu:)
og rigningin:)ussssss urðum öll blaut inn að beini sko burrrr:)nema Emilía sem var sú eina sem var í stígvélum he he;)en þetta var voða gaman sko fullt af tækjum og grillaðar pylsur og kók og sonna og ekki spillti að þetta var allt frítt:)Gabríel tók sundsprett í læknum he he fannst ekki nógu mikil rigning he he:)vorum þarna í 3 tíma og vorum þá orðin svo blaut að það var hægt að vinda úr okkur í HEILAN poll:)Brunuðum í sund og dí hvað það var GOTT að komast í pottinn og hlýja sér:)

Vorum í sundi til 8:)Og þá voru nú allir orðnir svangir og lúnir eftir blautan dag:)ormurinn sem Emilia tók með sér í bílinn he he orðinn mjög þreyttur og farinn að kúka á Emilíu Halldóri til mikillar klíju hehe kúgaðist og kúgaðist meira pjattið í þessum dreng hehe:)Það lagaðist nú þegar ormurinn fékk að fara í moldina hjá sjoppunni þar sem laugardagsnammið var keypt þau voru nú ekki búin að gleyma því hehe:)

Komum heim eitthvað rúmlega 8 og Erna henti í stafasúpu meðan ég bjó til samlokur:)bara snarl sko:)svo var etið:)farið í náttföt og lagst upp í sófa með nammið að horfa á Skrímsli hf í smá stund svo voru allir englarnir sofnaðir rúmlega 10:)þreytt og rjóð eftir góðan dag:)

Nú er ég orðin hundlúinn líka Erna lögst í sófann að borða sitt laugardagsnammi eða okkar sko he he svo ætla að fara líka áður en hún klárar það allt he he nei bara djók Erna borðar ekki mikið nammi ég sé um það:)Góða nótt og sofðið sætt Anna Pann sem er voða glöð að hafa alla 3 gullmolana sína hjá sér:O)mánudagur, maí 17, 2004

Smá speki handa mér:)


Ég bað um að verða sterk og Guð gaf mér erfiðleika til að gera mig sterka.
Ég bað um að verða vitur og Guð gaf mér verkefni til að leysa.
Ég bað um velsæld og Guð gaf mér hug og hönd til að vinna.
Ég bað um hugrekki og Guð lét mig mæta hættum til að leysa.
Ég bað um ást og Guð gaf mér fólk í erfiðleikum sem ég gat hjálpað.
Ég bað um greiða og Guð gaf mér tækifæri.
Ég fékk ekkert af því sem mig langaði í!
Ég fékk allt sem ég þurfti!

AD:)

Jæja hæ hæ.
Komin nýr blogger voða fínn:)
Begga mín maí er ekkert dottinn úr hef bara ekkert bloggað sko:)
En jæja langar að blogga smá núna:)
Við erum búin að hafa það bara nokkuð gott öll 3 hér sko í maí:)
Halldór minn að byrja í góða prógrammi frá 12 til 4 á daginn:)
og það er bara alveg frábært,:)ég fæ líka stuðning fer í viðtal einu sinni í viku og finnst það alveg frábært:)Svo loksinns er vinna síðustu 4 ára farinn að skila sér eitthvað vona að nú fái litla fallega barnið mitt þá hjálp og þjónustu sem hann þarf:)
Hann klára skólaárið svona í þessu prógrammi til 4 á daginn svo sumarfrí hja´okkur þá ætlar hann sko á leikjanámskeið sem verður örugglega ÆÐI:)
Svo ætlar hann líka í sveitina sína sem er frábært:)Jamm svona er það...
Helgin var líka bara fín sko slöppuðum bara af á föstudagskvöldið voða næs:)horfðum svo á evróvision bara 2 hér elduðum æði mat og höfðum það gott:)En svo datt okkur allt í einu í hug að kannski væri nú bara gaman að skella sér út á lífið úff förum svo sjaldan.
Brunuðum í Sandgerði svo í keflavík og úfffff fenguð okkur aðeins og mikið að drekka í báðar tærnar sko usssssss....Ég segi það enn og aftur ÁFENGI er BÖL ojjjjjjj semsagt Sunnudeginum var eytt í þynku sem er ekki GOTT..var með höfuðverk dauðans og bara hundslöpp:)en dreif mig nú á fætur og tók til skipti á rúmunum og tók til:)var nú ánægð með það lofta út bjórfýlunni og sonna OJ OJ:)Nú svo var bara farið í bað og þvegið af sér djammið og fýlan semþví fylgir:)Já ég meina það mér finnst ógeð að jamma hugsa að ég hætti því bara alveg núna nema náttlega ammæli og sollis:)Svo hringdi nú hún Mæja mín og bauð okkur draugunum í mat:)Dóri kom heim út sveitinni og við í mat til Mæju og það var bara æði matur eins og alltaf:)Mæja og Krissi eru ÆÐI:)Og mér finnst endalaust vænt um þau:)

Jamm og jæja er semsagt bara þreytt og lítil inn í mér núna,Er búin að taka allt til og er að þvo þvott:)ætla núna að gefa barninu mínu að borða og fara svo í bónus að versla:)
Eigið góðan dag öll og munið að lífið er stutt svo verum góð og njótum þess að lifa:)

CeruleanDream.com