hugsanir

hugsanir mínar

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Jæja nú er aftur komið kvöld fínn dagur í dag en samt erfiður svo ég ætla ekki að blogga mikið langar samt að blogga:)
Langar bara að segja hvað ég elska litla stóra barnið mitt mikið :)börn eru best:)ÞEGAR ÞÚ HÉLST AÐ ÉG VÆRI EKKI AÐ HORFAÞegar þú hélst að ég væri ekki að horfa
sá ég þig hengja fyrstu myndina mína upp á ísskápinn....
Og mig langaði að teikna aðra.

Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa,
Sá ég þig gefa flækings ketti að borða...
Og ég hélt það væri gott að vera góður við dýr.

Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa,
Sá ég þig búa til uppáhalds kökuna mína handa mér...
Og ég vissi að litlir hlutir
Eru sérstakir hlutir.

Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa,
Heyrði ég þig fara með bæn...
Og ég trúði því að það væri til Guð

Sem ég gæti alltaf talað við.
Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa,
Fann ég að þú kysstir mig góða nótt...

Og ég fann að ég var elskaður.
Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa,

Sá ég augu þín fyllast af tárum...
Og ég lærði það að sumt særir mann,
Og það er í lagi að gráta.

Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa,
Sá ég væntumþykju þína...
Og ég vildi verða

Allt sem ég gat orðið.
Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa,
Horfði ég...
Og ég vildi þakka þér
Fyrir allt sem ég sá
Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa.

Góða nótt anna panna litla stelpa:)

Jæja góða kvöldið:)tíhí:)

Nú er sko klukkan rétt orðin nokkrar mínútur yfir tólf svo það er víst kominn miðvikudagur:)
Dagurinn í gær fór nú betur en á horfðist ég fékk fínan gest í heimsókn sem var hún Laufey með fallega barnið sitt hana Rakel sif:)Bakaði handa þeim vöfflur og við spjölluðum alveg fullt:)stór skánaði í skapinu við það sko,þær fóru eitthvað um 6 svo þá fór frúin bara að hafa til kvöldmat sem var sko bara fiskabollur og mús með sko:)svo var húsfundur hér sem var barasta fínt:)svo bað og lúlla sér sko:)

Í dag var svona hringi dagur hundleiðnlegt en alveg nauðsynlegt til að halda geðheilsu sko:)Vona að það fari eitthvað að koma út úr þessu öllu hjá mér,er eitthvað orðinn voða lúinn á þessu öllu veseni alltaf langar bara að við förum að vera örugg og glöð:)svo er mann nú að verða svo ansi gamall að mann verður að fara að huga frekar að barneignum he he:)
Svo ekki sé minnst á það að prinsinn á heimilinu er nú orðinn ansi dekraður he he og veitti ekkert af því að fá systkyni:)
En allavega það verður ekki spáð í það fyrr en við erum orðin örugg og sonna:)
Svo eftir allt hringistússið og rautt eyra fór ég í neglur til hennar Beggu fín stofa sem hún er að vinna á og voða fínar neglur sem ég er með:)Takk Begga mín:)Ég heppin að þekkja svona mikið að snjöllum konum:)fer í klippinu og litun hjá Mæju minni á fimmtudag svo þá verð ég huggulegri sko tíhí.

Nú eftir neglurnar var brunað í bónus og verslað aðeins og þá bara var gamla húsfrúin orðin svo þreytt að hún fór bara heim,tók aðeins til svo eldaði Erna matinn sem var píta með svona kartöflu þríhyrningum voða gott:)
Nú svo fear faktor sem er ansi góður þáttur sko:)Svo beint í heitt og gott bað:)Elska bað og fór í bað með nýjum olíunum sem ég var að kaupa um daginn og er voða fersk he he:)

Lillinn minn er búinn að vera eitthvað pínu dapur þessa dagana sem er ekki nógu gott:(finnst svo erfitt að vera í skólanum vill ekki vera þar en mamma gamla er alltaf að vinna í því að þetta lagist og elskar strákinn sinn svo mikið og hefur fulla trú á að þetta lagist,bara svo vont þegar hann er í ójafnvægi en það kemur allt saman:)

Jamm er mun skárri í skapi og lund í dag og ætla að hamast og hamast að vera glöð og dugleg er að fara að æfa mig að nudda með heitum steinum og ilmkjarna olíum hlakkar svo til svo ef eitthverjum langar að koma og prufa að fá nudd þá bara panta sér tíma he he:)jæja ætla í bólið Erna búin að bursta svo ætla að fara að lúlla með henni góða nótt og megi englarnir passa ykkur öll:)kveðja Anna panna litla stelpa sem er sko samt fulllllt DUGLEG SKO:)p.s.er sko að safna mér fyrir hjóli soda stream tæki og grilli svo ef þið hafið eitthvað handa mér að gera er ég alltaf við sko:)

mánudagur, apríl 26, 2004

Góðan dag.

Æi ég er ekki í fínu skapi þessa dagana en langar samt að blogga er eitthvað voða fiðrildi inn í mér er orðin hundleið á þeeeeeeeeeessssssssssssssssssu hangsi alla daga:(:(:(er í einni af mínum frægu tilvistarkreppum þessa dagana:(
Finnst sumt fólk skrítið annað leiðinlegt enn annað tilllitslaust og svo mætti lengi telja áfram,,,,EN samt á ég svo margt gott góða kærustu fínt barn góða vini og sjálfan mig og sonna:)En það er svo skrítið hvað hitt pirrar mann samt jamm lífið er skrítið og ég er ekki sátt þessa dagana er bara lítil og leið en samt ekki og sonna, veit að enginn skilur þetta sko,ég ætla nebblega ekki að nefna nein nöfn eða hvað það er sem er að gera mig dapra,en er samt döpur og leið og allur pakkinn sko:(
En einu sinni lærði ég það að það er ekki fókið sem lætur okkur verða döpur eða það sem fólkið gerir heldur eru það við sem leyfum okkur það að láta sumt fólk gera okkur döpur eða reið og það er ALGJÖRLEGA okkar að vinna út úr þvi:)
Ég er sosum alltaf að reyna að selja mér hitt og þetta og láta ekki þetta og hitt pirra mig eða gera mig dapra en stundum bara er ekki hægt að selja sér svona bullllllllll........VÍST er það fólkið sem er svona þoli ekki þegar fólk er fífl.EN ég ætla ekki að vera fífl og ætla að reyna að láta mér líða BETUR og vera glöð með það sem ég á sem er sko FULLT:)ÆI ÆI ÆI jamm jæja nú er ég búin að kvarta Erna mín er úti að brasa Dóri minn er líka úti að leika sér þetta fallega barn sem ég á og núna er Laufey að koma með fallegu börnin sín í kaffi til mín svo best að staulast á lappir he he þar að segja standa upp frá tölvunni:)Nú ætla ég að setja upp spari skapið og vera kát bæ bæ fallega bloggið mitt alltaf gott að pirrast við bloggið he he:)bæ bæ bæ

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Hæ hæ hæ hæ hæ :O)

Andvarp:)Nú er sumardagurinn fyrsti búinn,og þvílíkt bara næs dagur:)Glaða sólskin og hiti algjört æði:O)
Við byrjuðum daginn á því að fara í morgunmat til hennar Mæju minnar:)og það voru sko nýbakaðar lummur með osti og skinku og grænmeti og sonna voða voða gott:)
Svo fór Mæja mín að vinna aðeins og Agnes kom heim með mér og Dóra,tókum náttlega lummur handa Ernu í nesti sko:)
Svo var náttlega farið í það að gera sig sætari og sonna:)

Svo fórum við niður á Víðistaðatún og krakkarnir brösuðu þar í blíðunni:)
Og tóku svo þátt í þessu fína víðavangshlaupi:)og fengu viðurkenningu fyrir Dóri minn var nú ansi þreyttur að hlaupa kallgreyið en það tókst og hann var voða glaður:)
Svo lá leiðin í bónus aðeins að versla og sonna he he:)
Og svo niður í öskjuhlíð þar sem var svona skemmtun fyrir krakkana ókeypis candyflos og sonna sem krökkunum fannst geggjað sko he he:)Já og Elva og Jóna komu þangað að kyssa okkur og það var voða gaman langt síðan við höfum séð þær:)

Nú svo var farið á ströndina JÁ spáið í því það er STRÖND á Íslandi og hún er ÆÐI:)
Þar busluðu Agnes og Dóri á tásunum með nýju vatnsbyssurnar sem þau fengu í sumargjöf:)


Svo ég tali nú um sumargjafirnar sko þá fékk Dóri vatnsbyssu sem honum var búið að langa i lengi frá Ernu og rosa flottann töffarabol:)Og frá mér fékk hann línuskauta rosa fína sem er hægt að stækka og minnka fékk þá á góðum afslætti í útilíf:)he he svo fékk hann nýjan hjálm töffarahjálm sko og lás á hjólið sitt og hlaupahjól frá pabba sínum:)Og ég fékk sko LÍKA sumargjöf í fyrsta sinn í mjög mjög langan tíma og það var voða mikið gaman:)mér finnst soldið gaman að fá pakka:)Ég fékk sko vöfflujárn gripur sem mig var lengi búið að langa í sko:)og það hefur Erna mín munað:)Gaman þegar fólk man sonna:)Svo fékk ég líka pening:)og hann ætla ég að nota til að kaupa skó handa Dóra mínum :O)Svo við erum dekurdósir hérna sko:)enda frek eftir því en samt voða GÓÐ:)

Jæja allavega síðan eftir línuskauta rúnt og sull á ströndinni fórum við í Smárann að hitta pabba hans Dóra þar var hann með hlaupahjólið og vildi fá Dóra til að máta á hann hjálm og sonna:)ég nebblega ætlaði að kaupa hjálm en hann vildi gera það svo ég gat keypt línuskauta í staðinn voða gaman hinir voru allt of litlir:)

Jæja eftir Smárann var brunað til Mæjunar og grilllllllað sem mér finnnnnnnnnsttttttt SVOOOOOOOOOOOO gott:)tíhí:)
Og við borðuðum á okkur gat sko:)Nú svo eftir mat var brunað heim því barnið átti eftir að læra jamm jamm veit það er ekki gott en það kemur næstum ALDREI fyrir svo það var allt í læ sko:)Lærðum svo fór hann í heitt bað eftir dagin búinn að vera úti í allan dag að línuskautast og sonna og var þreyttur í fótunum sínum:)Hann er svo sætur þessi strákur sem ég Á:O)ný klipptur og fínn:)svo fór hann að lúlla sér eftir velheppnaðan og góðan dag og með viðurkenningu fyrir hlaupið voða glaður JÁ og svo er hann sko næstum orðinn meistari á línuskautum sko:)eins og Mæja og Krissi he he .
Svo nú var ég að koma úr brennheitu baði og ætla útí bíl að sækja súkkulaði fyrir litlu prinsessuna mína sem er í átstuði í dag tíhí:)svo ætla ég að fara að lúlla mér er þreytt eftir góðan dag:)Elska að gera góða og fallega hluti með þeim sem ég elska og þykir vænt um:)kyss kyss og góða nótt:)

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Góðan daginn:)

Jæja þá eru páskarnir búnir barasta merkilegt hvað þessar hátíðir eru alltaf fljótar að líða sko.
Annars finnst mér páskarnir aldrei neitt þannig spes samt trúi ég á minn Guð og allt það, en æi finnst þetta bara eitthvað svo ble ble.En annars voru þetta mjög fínir dagar sko:)Fórum upp á þingvelli á páskadag í bústað til ömmu og afa hennar Ernu minnar mamma hennar og pabbi voru þar líka og ein frænka hennar:)við borðuðum grill mat þar voða gott:)Og Dóri minn fann sér vin og hjólaði með honum út um allt svo það var voða notó:)Svo fórum við bara heim um kvöldið og höfðum það kósí:)

Svo í gær vorum við nú barasta LÖT hér sko:)nema það að Mæja og Krissi buðu Dóra með sér í sund og honum fannst það æði;)
Ég gat því miður ekki farið í sund því hún Rósa frænka mín ákvað að koma í heimsókn blessunin:O)
Svo við Erna höfðum það bara bráð huggulegt hér heima á meðan undir teppi að glápa á imbann.svo komu Agnes og Tómas í heimsókn,þegar þau komu til baka úr sundi:)
Svo fórum við í mat til mömmu og pabba Ernu í gærkvöldi og fengum þessa líka fínu purusteik og ís í eftir rétt:)Náðum svo aftur í Tómas og hann gisti hér voða sport og þeir voru eins og englar svo stilltir:)
Svo það er ljóst að ég hef enga páskasteik eldað svo ég elda hana í kvöld bara:)Svínahamborgarahryggur nammi namm:)

Annars vorum við Solla að spjalla saman í gærkveldi og hún var að tala um að fara út til grikklands á næsta ári og var að spyrja hvort ég vildi koma með sem au pair meðan hún er í skólanum á daginn þetta eru eitthverjir 3 mánuðir svo jimmminnnnnnnnnn hvað það væri nú GAMAN;)

En nú er ég að fara austur með Mæju minni voða fínt að heimsækja vinina þangað stundum:)svo bæbæ bæ:)Anna Panna skrítna stelpa:)sem er bara kát í dag:)

laugardagur, apríl 10, 2004

Hæ hæ hæ.

Jæja þá er Föstudagurinn langi búinn mér fannst hann nú bara ekkert langur sko:)
drusluðumst í bólinu fram til 11 he he svo gott að kúra sko:)
fórum svo á fætur og í sturtu og sonna gerðum okkur sætari og svo gaf ég eitt stykki naggrís:)
Skellti mér svo að láta laga neglurnar mínar hjá henni Ölmu.Emilia gaf mér voða fínt páskaskraut:)
hún er svo mikið æði þetta barn:)Gabríel var svo kátur og hress sæti kallinn minn:)
Erna mín skellti sér í afmæli á meðan ég fór í neglur og Dóri minn var bara týndur á meðan ég fór í neglurnar eitthverstaðar úti með Eyþóri svo mamma hana passaði hann bara á meðan:)
Svo kom Erna mín og sótti okkur og við keyrðum upp í grafarvog og kíktum á fjöruna þar:)
fórum svo til mömmu og pabba Ernu og fengum þar eggjasuðuvél he he og Dóri minn fékk pásaegg frá þeim, einmitt það sem honum vantaði sagði hann marsbúa egg he he:) svo fórum heim og suðum okkur egg og gláptum á imbann:)svo var ekkert skemmtilegt í honum svo Erna fór á videó leiguna og tók spólu sem var mjög leiðinleg hún heitir 3 blind mice og er afspyrnileiðinleg:(svo ég sofnaði yfir henni og Erna þurfti að draga mig inn í rúm he he:)
En vitiði hvað ég fór niðri kompu í fyrradag að ná í pásaskrautið mitt og sá þá svona video upptökuspólu tók hana með mér upp og Erna á svona spólu til að horfa á svona og þetta var síðan Dóri minn var 4 ára og jiminnnnnnn hvað mömmu hjartað stækkaði að horfa á þetta hann er sko sætastur þetta barn talaði óskýrt vantaði fullt af stöfum söng afmælissönginn upp á stól ég er sriggja í dag nei sjara í dag hehe með bollukinnar og spekoppa hann er æði og lang lang bestur:)Gaman að eiga sonna spólur:)
Jæja það allavega kom upp eitthvað pöddumál hérna i íbúðinni svo ég þarf að fara í ikea í dag að kaupa box undir kex og hveiti og sonna :)Hann Krissi sem leigir mér íbúðina lét mig hafa pening til að kaupa nýjan mat sem ég þurfti að henda og box til að setja nýja matinn í svo um að gera að kaupa það strax ussssss ógeð svona pöddur en þetta reddast allt Krissi er svo góður he he:)enda á hún Mæja mín hann :)jæja ætla að hætta þessu tauti og fara í sturtu svo er okkur líka boðið i ammæli í dag:)og já leyni stelpa takk elska elska þig líka er sko alveg viss um að þetta er hún Erna mín þó hún kannist ekki við það he he:)

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Jæja þá:)

Anna panna að blogga núna í fyrsta skipti í langann tíma:)hef nú bara ekkert merkilegt verið að gera sosum þessa dagana:)
hugsa um barnið mitt,kærustuna og sonna:)er búin að gera páskahreingerninguna og allt voða voða fínt og glansandi hér
keyptum nýja þvottavél voða voða fína tölvustýrða og hún spilar lag þegar hún er búin að þvo he he:)Svo er búin að vera að komast niður í þvottafjallinu núna alveg að verða búin með það:)
Pabbi hans Dóra míns kom í gær og gaf honum pásakegg og rosa rosa flottann fjarstýðan jeppa með hleðslutæki og öllu svo nú er brosað út að eyrum og allt keyrt í botni allar bækur notaðar til að gera stökkpalla og sonna:)
Birgitta sem er systir Halldórs fyrir þá sem ekki vita það:)kom líka í gær með pabba þeirra og fékk að gista hjá okkur:)
Hún fékk afmælisgjöf frá pabba sínum sem var dvd spilari með karíókí kerfi og tveir mikrafónar fylgdu með svo það var mikið sungið og trallað í gær og dag ásamt því að keyra bílinn:)

Gaman þegar þau fá að hittast og vera saman Dóri ný búinn að vera hjá henni yfir helgi svo allt að koma með það gaman að því:)
Við svo sem gerðum ekkert spes með þeim í gær spiluðum bingó við þau og Eyþór vin hans Dóra á efstu hæðinni Erna nebblega á sko alvöru bingó tæki síðan hún var lítil með batteríum og öllu sko:)he he og það var mikið gaman allir fengu innpakkaða vinninga svo þau voru voða glöð:)svo var bara farið að lúlla:)

Í dag voru þau bara að syngja og sprella og við tókum rúnt í Hagkaup og svo í ísbúðina góðu vestur í bæ og nammi namm góður ís:)

Svo fórum við í mat til Mæju og það var nú sko GOTT:)lambalæri með öllu og ég borðaði á mig gat he he:)og krakkarnir líka nema að þau fóru út í fótbolta eftri mat og hlupu af sér steikina ég hefði betur gert það líka he he:)
jamm svona er nú það ekkert merkilegt að ske nema þetta vanalega:)Ég gaf litlu prinsessunni minni hjól í vikunni:)
sem ég fékk gefins og gerði fínt og gaf henni eða sko Halldór gaf henni það sko hann vildi að það væri á hreinu að hann væri að gefa henni það sko he he hann er svo sætur sagði við hana Emilia mín ég er að gefa þér þetta hjól því þú ert orðin og stór á þríhjól he he svo vildi hann stórann koss fyrir hann er æði:)

Svo allavega þetta er það sem ég elska að eyða tíma með molunum og gera góða og heilbrigða hluti:)
Svo púkast ég inn á milli þegar það er við hæfi:)Dóri minn er búinn að vera í iðjuþjálfum mjög mikið núna og verður enn meira eftir páska svo allt gengur vel með það:)
Við bara að bíða eftir íbúð og sonna er sem sagt bara nokkuð hress elska Dóra minn molana mína 2 og Ernu líka og já bara fullt mikið aðra líka á góða vini og góðar systur og er rosa heppin stelpa:)Má alveg kunna betur að meta hvað ég er heppin og hef það gott:O)

Jæja ætla að hætta þessu rausi og fara að kúra góða nótt og Guð geymi ykkur öll og gleðilega páska:)sem minnir mig á það ég fékk líka páska egg í gær eða sko við Erna saman borða reyndar bara nammið innan úr en það er líka voða gott:)
kannski Erna borði súkkulaðið efast um það samt sko he he jæja nótt nótt:)

CeruleanDream.com